Nú er komið að öðru vetrarmóti Sleipnis sem haldið verður laugardaginn 7. mars og verður að þessu sinni á ís. Skráning hefst kl 12.30 að Löngudæl á Stokkseyri þar sem mótið verður haldið. Keppnin byrjar svo 14.00.
Keppt verður í 5 flokkum eins og áður og verður skráningargjald fyrir Sleipnisfélaga eftirfarandi:
Barnaflokkur - 500kr.
Unglingaflokkur - 500kr.
Ungmennaflokkur - 1000kr.
Áhugamannaflokkur - 1500kr.
Opinn flokkur - 1500kr.
Skráningargjald fyrir aðra er 2000kr.
Mótið er öllum opið - hvetjum alla til að taka þátt og hafa gaman!
Kveðja, mótanefnd