Tilvalið tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta við þekkingu sína og efla sig og sinn hest. Einnig góður undirbúningur fyrir þá sem hyggjast taka knapamerkin í framtíðinni. 5 verklegir tímar verða þar sem fjórir verða saman í hóp og einn bóklegur tími. Raðað er í hópa eftir getu. Verklegu tímarnir fara fram seinnipartinn á sunnudögum í reiðhöllinni í Votmúla og sá bóklegi í Hliðskjálf. Verð fyrir félagsmenn er 19.000 og 21.000 fyrir aðra. Allir velkomnir.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá Siggu (siggapjeturs@simnet.is; s: 8997792) eða Þórdísi (thordisv@heimsnet.is) Skráningu þarf að vera lokið fyrir 13.mars og þáttökugjald greiðist í fyrsta tíma.

Kveðja, fræðslunefndinWink