Æskulýðsnefnd Sleipnis býður til óvissuferðar fyrir börn, unglinga og ungmenni einhverntíma á næstu dögum. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast vel með vef félagsins varðandi nánari dag og tímasetningar.  Nauðsynlegt reyndist að breyta tímasetningu vegna breytinga á dagskrá annars félags. Um er að ræða ferðalag með rútu. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér mat, því grillaðar verða pylsur og annað góðgæti í ferðinni. Foreldrar eru hvattir til að koma með, en það er þó ekki sett sem skilyrði. Auglýst er eftir grillmeistara til fararinnar. Verð fyrir hvern einstakling, barn eða fullorðinn, er  500 kr. Ferðin er niðurgreidd með flöskusölu og sjálfboðaliðastarfi og eru allir foreldrar og börn hvött til að vera virk í starfi félagsins. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og vera í góðum skóm. Skrá þarf þátttöku í óvissuferðina á netfangið raga@nett.is. Nánar auglýst síðar      Æskulýðsnefndin / RS