Hestamannafélagið Sleipnir tók þátt í sunnlenskum sveitadögum sem haldnir voru á Selfossi í dag. Lagði félagið til bæði tryppi á sýningasvæði og vaska sveit félgasmanna, sem stóð í ströngu við að teyma undir börnum samfleytt í fjóra klukkutíma. Sleipnir vill þakka Maríu Lísu Ásgeirsdóttur, Sigríði Óladóttur, Þórólfi Sigurðssyni, Aldísi Pálsdóttur og Óla Pétri Gunnarssyni fyrir frábæra eljusemi og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
RS