Nú ættu allir félagsmenn á aldrinum 17-67 ára að vera búin að fá sendan greiðsluseðil fyrir félagsaðild sína 2009
Eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi félagsins skiptast gjöldin svona;
16 ára og yngri frítt
17-20 ára 2500 kr
21-67 ára 5500kr
67 ára og eldri frítt
Hjónagald 9500kr
Til að valda ekki misskilningi þá er einungis einn seðill sendur út fyrir hjónagjaldinu og er hann á nafni þess sem fyrr er í stafrófinu.
Ef einhver hefur ekki fengið sendan seðil og sér hann ekki heldur í heimabankanum en telur sig samt vera í félaginu er hann vinsamlegast beðinn um að senda póst á thordisv@heimsnet.is
Með von um góð skil,
Þórdís Ólöf, gjaldkeri