Hópurinn er valinn til eins árs í senn og eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.Umsækjendur þurfa að skila inn stöðluðum umsóknum, spurningarlista og myndbandi með umsækjanda á hestbaki þar sem einstaklingurinn sem reiðmaður er metinn, ekki verður horft í hestakost á tilteknu myndbandi. Auk þess þarf að fylgja þeim greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar eða formanni þess félags sem umsækjandi er í. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu LH /Oddrún í síma 514-4033 Hægt er að senda umsóknirnar á netfangið lh@isi.is eða póstsenda á:
Landssamband hestamannafélaga bt/Oddrún
Engjavegi 6
104 Reykjavík