Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.
Athugið að nauðsynlegt er að forráðamenn/fararstjórar fylgi öllum hópum.
Stefnt er að því að hafa kostnað í lágmarki.
Æskulýðsnefnd LH biður ykkur um að segja ykkar skoðun á þessum viðburði, kanna áhuga ykkar fólks, fjölda þátttakenda (gróflega) og láta vita á netfangið
Ef allir leggjast á eitt er hægt að gera svona viðburð eftirminnilegan fyrir æskulýðinn okkar og mikilvægan fyrir hópefli krakkanna í hestamennskunni.
Hlökkum til að heyra frá ykkur,
æskulýðsnefnd LH & Hilda Karen Garðarsdóttir verkefnastjóri LH