Næstkomandi laugardag, 8 júní kl 08 að morgni munum við hefjast handa við útplöntun í skjólbelti í brekkunni á móti BYKO.
Við þurfum nokkra góða félaga til að aðstoða við þetta verk áætlað er að planta út milli kl 8 og 10 og síðar ef á þarf að halda. Takið með ykkur skóflu.
Engin vafi er á að allir vilja fá skjól fyrir norðanáttinni á vallarsvæði okkar, við höfum nú samið um plöntukaup og þær munu verða komnar á svæðið fyrir 08 á laugardagsmorgun.
Ef góð mæting verður klárast þetta verk á laugardaginn. Margar hendur vinna létt verk.
Félagskveðjur Stjórnin