Í dag Laugardaginn 8.júní var plantað að hluta í mönina milli BYKO og Brávalla.
Það verk lenti á fáum höndum. Nú er ætlunin að hefjast handa kl 13:00 á morgun, sunnudag og halda þessu góða og gagnlega verki áfram. Við biðlum til þeirra sem þess eiga kost að leggja þessu verki lið og mæta með skóflur.
Skjólbeltið mun hafa afgerandi áhrif á veðurfar og ásýnd svæðisins á Brávöllum af þeim sökum er okkur mikilvægt að klára þetta verk á þessu ári þannig að gróðurinn fari að vaxa og dafna. Margar hendur vinna létt verk hvað þetta varðar takið þátt í gagnlegu og skemmtilegu starfi.

Með félagskveðjum
Kjartan Ólafsson
gæðingamót 2013 330-001 gæðingamót 2013 329-001