Við blásum til umhverfisdags Sleipnis á morgun, mánudaginn 15. júní og gerum svæðið okkar fallegt. Þann 18.-21. júní verður haldið Íslandsmót barna og unglinga á Brávöllum og hefur íslandsmótsnefnd verið að störfum síðustu vikur við að undirbúa mótið og gera völlinn tilbúinn, taka til í dómskúr og laga áhorfendabekki. Meistaradeildin ætlar að vera með sitt lokamót eftir að börnin klára sína dagskrá á laugardaginn og verður gaman að bjóða þessum hópum á vel hirt svæði.

Umhverfisnefndin er byrjuð að vinna við að hressa uppá Gullubúð og mun sú vinna halda áfram í vetur. Árborg hefur lagað innkeyrslu, sett efni í planið á Brávöllum og munu sjá um að slá svæðið.

Við höfðum til félagsmanna að mæta á morgun eftir vinnu og slást í hóp með okkur. Mæting er í Sleipnishöll kl. 17 þar sem við skiptum í hópa og göngum til verks.

Þeir sem komast seinna eru velkomnir og gefa sig fram í reiðhöll.

Margar hendur vinna létt verk og svo grillum við og borðum saman við reiðhöllina á eftir.

 

p.s. þeir sem hafa sett niður girðingar á vallasvæðinu eru beðnir um að hafa samband við formann í síma 8448000.