Stjórn Sleipnis og Flügger litir Selfossi hafa gert með sér afsláttarsamning til handa félagsmönnum Sleipnis. Félagsmenn fá 20% staðgreiðslu- afslátt (greitt með greiðslukortum eða peningum ) af öllum sérmerktum Flügger vörum og allt að 40% afslátt af sértilboðum sem í boði verða u.þ.b mánaðalega.
Til að nýta afsláttinn þarf að vera félagsmaður í Sleipni og gefa upp nafn félagsins og eða kennitölu á afgreiðslukassa.
Á hverju ári mun félagið fá 5% af öllum kaupum félagsmanna sinna.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta þessi kjör sér og félaginu til hagsbóta
Stjórnin
Velkomin í Flügger liti Selfossi.
Við erum eina sérverslunin með málningu á Suðurlandi. Hjá okkur færðu faglega ráðgjöf um öll málningarverkefni, stór og smá. Við gefum góð ráð varðandi liti og litasamsetningar, efnisval og allt annað sem máli skiptir.
Hjá okkur er heitt á könnunni og gott að tylla sér og líta í blað.
Eyrarvegur 38
800 Selfoss
Opnunartími
Mán. - fös.: 08.00-18.00
Lau.: 10.00-15.00
Sun.: Lokað