Sæl öll, nú er verið að vinna við tengingu Suðurhólavegar við Gaulverjabæjarveg og þarf að fara varlega meðan gengið er frá þeirri tengingu. Eftir að framkvæmdum lýkur mun reiðvegurinn liggja yfir malbikaðan Suðurhólaveg með stöðvunarskyldu á umferðina sem kemur frá Suðurhólavegi. Fyrirhuguð verklok eru nú í haust, nánar um það þegar upplýsingar berast.