Nú standa yfir vegaframkvæmdir á Gaulverjabæjarvegi sem hindra umferð um reiðveginn á þeim kafla.

Framkvæmdir munu standa yfir fram á haust og mun vegagerðin sjá um að lagfæra reiðveginn eftir framkæmdirnar.

Við beinum því til knapa að skipuleggja ferðir sínar þannig að ekki þurfi að fara þarna um vegna umferðar vinnuvéla á og við reiðveginn.

Vegakaflinn nær frá Dísarstöðum og um 100 m framhjá afleggjaranum að Nýjabæ 1.