Góð mæting var á fundinn þrátt fyrir aftakaveður og færð.
Formaður las skýrlsu stjórnar og gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins.
Þrjár nefdir félagsins, æskulýðsnefd, reiðhallar- og reiðveganefnd fluttu skýrslu um sitt starf á árinu 2011 og hvað framundan er hjá þeim á árinu 2012.
Árlegum verðlauna bikurum var útteilt og glæsilegt kaffihlaðborð var í boði húsnefndar.
Kosið var til stjórnar en Þórdís Ólöf Viðarsdóttir formaður, Rut Stefánsdóttir, Þorbjörn Jónsson og Sissel Tveten gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Tillaga kom um eftirfarandi mönnun á stjórn sem var samþykkt samhljóða.
Í Aðalstjórn eru:
Kjartan Ólafsson, formaður.
Anna Sívertsen
Karl Áki Sigurðsson
Í varastjórn:
Sigrún Arna Brynjarsdóttir
Fráfarandi stjórnarmönnum var þakkað fyrir góð störf og nýjir stjórnarmenn boðnir velkomnir.
Nefndir voru skipaðar. Þær má sjá hér