Á aðalfundi félagsins 25.jan. sl. voru afreksfélagar Sleipnis verðlaunaðir

Árlegir bikarar félagsins eru 6 og gegnu 5 þeirra út þetta árið en enginn Sleipnisfélagi var með tíma í 250 metra skeiði og gekk sá bikar því ekki út.

Eftirfarandi bikarar voru veittir

Besti tími Sleipnisfélaga í 100 metra skeiði:

Arnar Bjarki Sigurðarson og Snarpur frá Nýjabæ með 7,94

Besti tími Sleipnisfélaga í 150 metra skeiði:

Haukur Baldvinsson og Falur frá Þingeyrum með 15.25


Ræktunarbikar Sleipnis hlaut

Viðja Hrund Hreggviðsdóttir fyrir Frakk frá Langholti stóðhest sem hlaut 8,68 í aðaleinkunn á landsmótinu 2011

Æskulýðsbikar Sleipnis

Æskulýðsnefndin veitti Æskulýðsbikar Sleipnis og fyrir valinu varð Arnar Bjarki Sigurðsson fyrir að sína af sér góða og prúða reiðmennsku, vera góð fyrirmynd innan vallar sem utan og frábæran árangur á keppnisvellinum.

Íþróttamaður Sleipnis

Stjórn Sleipnis valdi Sigursteinn Sumarliðason sem íþróttamann Sleipnis.

Árangur hans á árinu er afar glæsilegur og fer þar hæðst árangur hans í tölti. Hann varð bæði Íslands- og Landsmótsmeistari í tölti nú í sumar. Einnig var hann í A-úrslitum í öllum hringvallargreinunum á Landsmóti hestamanna sem er frábær árangur. Sigursteinn hlaut einnig titilinn Íþróttaknapi ársins í vali hjá Landssambandi hestamannafélaga nú í haust.Einnig varð hann í örðu sæti í kjöri Íþróttamanns Árborgar 2011. Sigursteinn er því vel að þessu kominn.

alt        alt

Haukur Baldvinsson og Sigursteinn Sumarliðason taka við verðlaunum  / Ágúst Hafsteinsson veitir Æskulýðsbikar Sleipnis