Undirrituð, fráfarandi formaður félagsins vil koma sérstökum þökkum til þeirra sem lögðu félaginu lið í minni stjórnartíð, öllum nefndarmönnum, félagsmönnum og örðum velunnendum. Sértaklega fráfarandi stjórnarmönnum þeim Rut Stefánsdóttur, Þorbirni Jónssyni og Sissel Tveten, þau lögðu mikið á sig í sinni stjórnarsetu og eiga mjög stóran þátt í því hversu stór og öflug síðustu ár hafa verið hjá félaginu. Að sjálfsögðu vil ég einnig þakka þeim sem áfram sitja í stjórn Magnúsi Ólasyni, Írisi Böðvarsdóttur og Davíð Sigmarssyni.Þeirra hlutur er ekki síður mikill. Að hafa svona stjórnarmenn með sér í liði er ómetanlegt. Nýju stjórnarmönnunum sendi ég mínar hamingjuóskir og óska þeim velfarnaðar í félagsstarfi Sleipnis.
Með þökk fyrir ánægjulegt samstarf síðustu ára.
Þórdís Ólöf Viðarsdóttir