Sl. miðvikudag,7.mars, fengum við heimsókn í reiðhöllina. Voru þar á ferð fulltrúar frá markaðsdeild Landsbanka Íslands. Þau voru í fylgd formanns félagsins og stjórnar reiðhallarinnar, komnir til að kynna sér þá miklu uppbyggingu sem félagið hefur staðið fyrir hér á Brávöllum. Æskulýðsnefnd var með námskeið í gangi á heimsóknartímanum og fengu Landsbankamenn fyrirlestur og kynningu á æskulýðs-barnastafi félagsins, sem er með miklum blóma og hafa skráningar og aðsókn að námskeiðum sjaldan eða aldrei verið fleiri. Spilar þar inn í ekki síst að í fyrra var reiðhöllin tekin í notkun og gerbreytti það allri starfsaðstöðu fyrir barna og unglingastarf í félaginu.
Sleipnir hefur öll sín bankaviðskipti við Landsbanka Íslands og hefur notið sérlega góðrar þjónustu og velvildar á þessu fjárfestingartímabili.