Fyrirhugað er að efna til hópreiðar í tilefni dagsins. Lagt verður af stað kl 14.00 frá hesthúsahverfinu.
Hestamenn eru hvattir til að fjölmenna í hópreiðina. Riðið verður um Engjaveg að Eyrarvegi, þá að Tryggvatorgi og síðan austur Austurveg að Brávöllum.
Vígsluhátíðinni lýkur um klukkan 17:00
Fyrir hönd Hestamannafélagsins Sleipnis
Kjartan Ólafsson formaður.
Boðsbréf
Laugardaginn 26 .maí n.k. verður reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis vígð.Með bréfi þessu er þér boðið að taka þátt í athöfninni sem hefst að Brávöllum, svæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi kl 15:00. Þar hefst athöfnin en færist síðan inn í reiðhöllina. Þar munu Kjartan Ólafsson formaður Hestamannafélagsins Sleipnis, Guðni Ágústsson í bygginganefnd nýju reiðhallarinnar, Haraldur Þórarinsson formaður Landsambands Hestamanna og Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborgar flytja stutt ávörp. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson mun síðan blessa bygginguna. Veitingar verða síðan bornar fram.