Laugardaginn 26 .maí n.k. verður reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis vígð.Með bréfi þessu er þér boðið að taka þátt í athöfninni sem hefst að Brávöllum, svæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi kl 15:00. Þar hefst athöfnin en færist síðan inn í reiðhöllina. Þar munu Kjartan Ólafsson formaður Hestamannafélagsins Sleipnis, Guðni Ágústsson í bygginganefnd nýju reiðhallarinnar, Haraldur Þórarinsson formaður Landsambands Hestamanna og Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborgar flytja stutt ávörp. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson mun síðan blessa bygginguna. Veitingar verða síðan bornar fram. 

Fyrirhugað er að efna til hópreiðar í tilefni dagsins. Lagt verður af stað kl 14.00 frá hesthúsahverfinu.
Hestamenn eru hvattir til að fjölmenna í hópreiðina. Riðið verður um Engjaveg að Eyrarvegi, þá að Tryggvatorgi og síðan austur Austurveg að Brávöllum.
Vígsluhátíðinni lýkur um klukkan 17:00
Fyrir hönd Hestamannafélagsins Sleipnis
Kjartan Ólafsson formaður.