Kallakvöld Sleipnis verður haldið að Þingborg föstudaginn 25. maí, húsið opnar kl. 19.00 og veislan hefst um 20.00
Eins og kalla er siður þá étum við vel og skemmtum okkur. Í forrétt verður humarsúpa, lambasteik með öllu tilheyrandi í aðalrétt og kaffi og koníak á eftir. Labbi í Glóru sér um tónlistina, Ari Eldjárn slær á létta strengi, Guðni Ágústsson lætur gamminn geysa og meira fjör og sprell fylgir með.


Boðnir verða upp tollar undir topphesta sem eigendur gefa til styrktar Reiðhöll Sleipnis, meðal annars undir: Álf frá Selfossi, Loka frá Selfossi, Aron frá Strandarhöfði, Gára frá Auðsholtshjáleigu, Glóðafeyki frá Halakoti, Sjóð frá Kirkjubæ, Álm frá Skjálg, Kinnskæ frá Selfossi, Herjólf frá Ragnheiðarstöðum, ásamt fleirum.
Í happadrættinu verða í vinning tollar undir vonarstjörnur framtíðarinnar. Fylgist með á Facebook síðu kallakvöldsins :
http://www.facebook.com/profile.php?id=100002301737810
Í fyrra var feiknafjör svo nú er um að gera fyrir alla að tryggja sér miða sem seldir verða í Baldvin og Þorvaldi á Selfossi fyrir aðeins 5000 kall sem fyrst.
Frekari upplýsingar og pantanir í síma 848 1926 og 775 6979
Komum nú allir saman og skemmtum okkur um leið og við öflum fjár til að klára hina glæsilegu Reiðhöll Sleipnis

vaxtaraekt