Frá: Landsbankanum á Selfossi og Hestamannafélaginu Sleipni
Efni: Samstarfssamningur milli Landsbankans og Hestamannafélagsins Sleipnis.

Landsbankinn á Selfossi og Hestamannafélagið Sleipnir undirrituðu í dag, þriðjudaginn 22. maí, samstarfssamning sín á milli. Samningurinn gildir til eins árs og með honum verður Landsbankinn aðalstyrktaraðili Sleipnis og er markmið samningsins að efla íþrótta- og forvarnarstarf félagsins.

 Landsbankinn hóf starfsemi sína á Selfossi árið 1918 og hefur á þessum árum tekið virkan þátt í uppbyggingu atvinnulífs og menningar á svæðinu og vill með undirritun samnings þessa gera enn betur á þeim vettvangi. Einnig fellur samningurinn vel að markmiðum Landsbankans hvað varðar stuðning við íþrótta- og forvarnarstarfsemi með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf. Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað árið 1929 og hefur félagið frá upphafi verið viðskiptavinur Landsbankans á Selfossi og innan félagsins ríkir öflugt og gott æskulýðsstarf. Laugardaginn næstkomandi, þann 26. maí, munu Sleipnismenn víga reiðhöll sína, Sleipnishöllina við Brávelli við hátíðlega athöfn.


Gunnlaugur Sveinsson
Útibússtjóri Landsbankans á Selfossi
Kjartan Ólafsson
Formaður stjórnar Hestamannafélagsins Sleipnis    


Myndir-004   Frettatilkynning