Bragi Sverrisson hesta og listamaður hefur gefið málverk sem boðið verður upp á Kallakvöldi Sleipnis annað kvöld sem er til styrktar Reiðhallarbyggingu Sleipnis.

Það sem er sérstakt er að í raun verður bara boðinn upp ómálaður strigi en sá sem hæst býður getur látið Braga mála mynd að eigin vali.  Þetta er tækifæri fyrir menn til þess að eignast málverk af sínum uppáhalds hesti sem marga hestamenn dreymir um.  Bragi hefur sérhæft sig í að mála hesta og í fyrra gaf hann á uppboðið myndina „Sleipni“ sem nánast var slegist um á uppboðinu.

Minnum á að enn má fá miða á Kallakvöldið í Þingborg hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi, eða hringja og panta í síma 848 1926 og 775 6979.

Að auki verður uppoð á tollum undir þrettán topp stóðhesta sem eru: Álfur frá Selfossi,  Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum  ,Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum,Sonur frá Ármóti,Álmur frá Skjálg, Gári frá Auðsholtshjáleigu, Hreimur frá Flugumýri, Sjóður frá Kirkjubæ, Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, Loki frá Selfossi, Kinnskær frá Selfossi, Aron frá Strandarhöfði, Glóðafeykir frá Halakoti.

Þríréttuð máltíð, skemmtiatriði og sprell fyrir aðeins 5000 kall, bar verður á staðnum með hóflega álagningu.

sleipnir1