Kallakvöldið þakkar öllum sem komu kærlega fyrir skemmtilega samveru á kallakvöldinu. Kvöldið var vel heppnað í alla staði mikið étið, drukkið, sungið og trallað. Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir hjálpina, svona kvöld verður ekki að veruleika nema margir leggjist á eitt og það var svo sannarlega gert.

Sérstaklega viljum við þakka öllum þeim sem gáfu, bæði folatolla, happadrættisvinninga, mat og allt annað kærlega fyrir örlætið og góðan hug til málefnisins sem er jú að klára okkar glæsilegu reiðhöll. Ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu sem keyptu folatolla og happadrættismiða og fullkomnuðu þar með kvöldið. Auðmýkt og þakklæti er það sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til þess hvað er virkilega mögulegt þegar menn sameinast um að koma góðum hlutum í verk.
Takk fyrir okkur og sjáumst að ári, :-)

Kallakvöld Sleipnis