Ekkert er varðandi réttarstöðu hestamanna í frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Afar ötult starf hefur verið unnið í Samgöngunefnd LH undanfarið og skilaði hún af sér veglegri skýrslu samgöngunefndar fyrir árin 2010 og 2012 má m.a. finna samskipti formanns nefndarinnar, Halldór Halldórsson, við alþingismenn vegna reiðvegamál og um óskiljanlega ástæðu að skilgreining á reiðvegi sé dottin úr umferðalögum.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra umferðalaga og þar er ekki að finna neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum. Halldór benti á þetta á Landsfundi LH og vakti athygi á því að frestur til að gera athugasemd við frumvarpið rennur út næstkomandi miðvikudag, 24. október.

Í kvöld barst hvatning til allra sem vilja láta sér málið varða um að gera athugasemd við hið nýja frumvarp. Til glöggvunar hefur verið skrifað skjal sem hægt er að nota við gerð athugasemdarinnar. Þar sem er feitletrað í textanum breytir fólk í Við ef fleiri en einn eru um póstinn, ekki ekki að setja undir nafn / nöfn og kennitölu / kennitölur. "Sýnum nú einu sinni mátt okkar hestamanna," segir í pósti frá Halldóri.

Uppkastið fylgir hér með og er ekki úr vegi að hvetja alla hestamenn að sýna samstöðu. Athugasemdum þarf að skila inn til Nefndarsvið Alþingis fyrir 24. október nk.

Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
nefndasvid@althingi.is

 

Afritið neðangreint og sendið á Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

************************************************************

Frumvarp til umferðarlaga 179. mál.

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Virðingarfyllst

Nafn:

Kt:

************************************************************

http://eidfaxi.is/frettir/2012/10/hvetur-hestamenn-gera-athugasemd

Hestamenn umferd