Jòlaskemtmtun verður haldinn laugardaginn 15 desember í Sleipnishöllinni kl 14- 16.30 Það er Hestamannafélagið Sleipnir sem standa mun að skemmtunni, en þar verður margt sér til gamans gert. Tónlistaratriði, teymt verður undir börnum, kakó og klattar verða seldir. Að sjálfsögðu munu jólasveinarnir koma ríðandi og taka þátt í dansi í kringum jólatréð í Sleipnishöllinni. Íslensk jólatré verða seld á staðnum. Veðurspá dagsins er nú þegar ákveðin sem verður eftirfarandi. Stafalogn, birtuskilyrði á við vordag og hiti 16 gráður í plús. Engin aðgangseyrir, allir velkomnir.