Jólahátíð Sleipnis verður í reiðhöllinni nk. laugardag og stendur frá kl. 14-16.
Margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Teymt verður undir börnum, heitt súkkulaði, klattar og smákökur á vægu verði. Jólasveinar koma á hestbaki og syngja með Gumma Tóta og börnunum. Einnig verður jólatréssala, harmonikkuleikur og Lúðrasveit.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
 Jol2012web