Æskulýðsmál
Hestafjör 2013 verður haldið í Sleipnishöllinni sunnudaginn 14. apríl nk.
Hestafjör er fjölskylduhátíð þar sem að öll börn, unglingar og ungmenni hestamannafélaga á Suðurlandi fá tækifæri til að koma saman og eiga skemmtilegan dag
Þátttökuskráning barna, unglinga og ungmenna í Hestafjör 2013 hófst í dag föstudaginn 22. febrúar.
Skráning fer fram á netinu og stendur til 28. febrúar nk. http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx
undir flipanum námskeið, sjá leiðbeiningar neðar.
Þjálfari þátttakenda frá Sleipni verður Hugrún Jóhannsdóttir reiðkennari.
Æfingar verða vikulega frá fyrstu viku í mars og fram að sýningardegi, nauðsynlegt er að vel sé mætt á æfingar og æft milli tíma.
Fundur með öllum þátttakendum Sleipnis og þjálfara þeirra verður haldinn í Hliðskjálf sunnudaginn 24. febrúar kl. 10:30, þar sem m.a. verður skipað í hópa, ákveðinn æfingatími og lögð drög að atriðum hópa. Nauðsynlegt að allir væntanlegir þátttakendur Sleipnis mæti og/eða tilkynni forföll í netfangið anna@log.is fyrir fundinn.
Þátttaka í Hestafjöri 2013 er öllum þátttakendum að kostnaðarlausu.
Pizza og gos að fundi loknum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Æskulýðsnefnd Sleipnis
Til að skrá þátttöku er farið inn á vefinn http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx veljið þar flipann "Námskeið", veljið Sleipnir og fyllið út skráningarformið, veljið svo viðburð í neðri flettiglugganum og loks þarf að haka við hvort þátttakandi er í börn/pollarreið eða Hópur1/sýningarhópar. Þá er hægt að velja "Setja í körfu" hnappinn neðst í skjámyndinni. Þetta kostar eina krónu á hvern þátttakanda því ekki var hægt að nota vefskráningarkerfið ókeypis og því þarf að greiða þessa krónu með korti. Eftir það er skráningu lokið.
Kynning á Polo íþróttinni verður í Hliðskjálf á laugardaginn kl.11:00 . Dísa Anderiman, formaður Polofélags Harðar mætir og segir okkur frá sínum kynnum af Polo. Video, bækur og græjur á staðnum.
Allir velkomnir.
Æskulýðsnefnd Sleipnis
- Skráning Hestafjörs 2013 !
- Námskeið Æskulýðsnefndar
- Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 2013
- Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2012
- Sleipnir hlýtur Æskulýðsbikar LH
- Landsmót UMFÍ að Brávöllum 4-5.ágúst 2012- Ráslistar
- Unglingalandsmót á Brávöllum 4-5. ágúst 2012.
- Hesthúspláss á Landsmóti 2012
- Töflufundur með Landsmótsförum
- Reiðskólinn