Æskulýðsmál
Æskulýðsnefnd Sleipnis stendur fyrir öflugu barna og unglingastarfi. Skráning á námskeið nú um áramótin var mjög góð og eru nú 35 börn, unglingar og ungmenni á námskeiðum en alls eru í gangi 40 námskeiðseiningar en einnig verða haldin vornámskeið. Æskulýðsnefnd mun einnig vera í forsvari fyrir Hestafjör 2013 og stendur skráning yfir til 28. feb. Þátttaka í Hestafjörinu er þátttakendum að kostnaðarlausu. Reiðkennarar hjá Sleipni eru allir með reiðkennararéttindi en þeir eru: Ragnhildur Haraldsdóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir og Páll Bragi Hólmarsson.
Nú þegar dimmasti tími ársins fer í hönd tókum við eftir að mikil þörf var á að unga fólkið okkar væri sýnilegra og í samvinnu við Sjóvá var gengið í að útvega öllum börnum á námskeiðum endurskinsvesti til að nota í skammdeginu og þegar kvölda tekur.
Á myndinni eru Sigríður M.Björgvinsdóttir formaður æskulýðnefndar, Anna Rúnarsdóttir, gjaldkeri og í endurskinsvestunum eru Telma Lind Sigurðardóttir og Hrefna Sif Jónasdóttir.
Minnum á Polokynninguna á morgun kl. 11 í Hliðskjálf
Æskulýðsnefnd
- Hestafjör 2013
- Polo kynning
- Skráning Hestafjörs 2013 !
- Námskeið Æskulýðsnefndar
- Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 2013
- Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2012
- Sleipnir hlýtur Æskulýðsbikar LH
- Landsmót UMFÍ að Brávöllum 4-5.ágúst 2012- Ráslistar
- Unglingalandsmót á Brávöllum 4-5. ágúst 2012.
- Hesthúspláss á Landsmóti 2012