Æskulýðsmál
Óvissuferð Æskulýðsnefndar verður farin fimmtudaginn 2.júní nk. ef næg þátttaka fæst. Áætlað er að leggja af stað frá Hliðskjálf stundvíslega kl. 11. Klæðnaður samkvæmt veðri , góðir skór ásamt sundfatnaði. Gjald fyrir alla þátttakendur eldri en 6 ára er kr. 1.500 ( innifelur rútugjald og allan annan kostnað ). Frítt er fyrir yngir en 6. ára sem þurfa þó að vera í fylgd með foreldri / forráðamanni. Þátttakendur verða að skrá sig með því að senda póst ( e-mail ) á netfangið anna@log.is fyrir kl. 16.00 mánudaginn 30. maí.
Áætlaður heimkomutími er á bilinu 16-18:00.
Æskulýðsnefnd.
Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr hestamannafélaganna verður farinn sunnudaginn 22.maí nk. Lagt verður af stað frá Hliðskjálf kl. 14:00. Riðið verður niður hjá Sölvholti og áð við Uppsali þar sem við fáum okkur hressingu. Við heimkomu að Hliðskjálf verður boðið upp á grillpylsur og drykki í boði Æskulýðsnefndar Sleipnis.
Æskulýðsnefnd
- Æskulýðsnefnd Sleipnis- Vor í Árborg 2011
- Keppnisvöllur frátekinn í kvöld
- Vornámskeið æskulýðsnefndar
- Reiðúlpurnar að koma!
- Æskulýðsnefnd Sleipnis / Hestafjör 2011.
- Reiðtímar falla niður 5.apríl
- Æfingatímar hestafjörshópa
- Reiðúlpur fyrir Sleipnisfélaga
- Bóklegir tímar í knapamerki 1 og 2
- Hestafjör 2011- fyrsta æfing.