Æskulýðsmál
Æskulýðsnefnd Sleipnis mun í tengslum við hátíðina Vor í Árborg vera með hestatengdar uppákomur í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum laugardaginn 14.apríl. Þar munu koma fram ungir reiðmenn sem tóku þátt í Hestafjöri 2011. Dagskráin verður sem hér segir:
- Teymt undir börnum kl. 13:00-14:00
- Reiðsýningar yngri kynslóða knapa kl. 14:00 og 14:30
- Teymt undir börnum kl. 15:00-16:00
Í kvöld milli kl. 18 og 21:15 stendur yfir keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga. Kennsla fer fram á keppnisvellinum og verður hann því lokaður á meðan. Félagsmenn eru beðnir um að sýna þessu skilning en ef þörfin er brýn verður hægt að nýta upphitunarvöllinn við hliðina.
kveðja frá Æskulýðsnefnd