Bikarhafar Sleipnis 2016

Knapi ársins: Bergur Jónsson átti frábært keppnisár á hrossum úr eigin ræktun en þó aðallega á Kötlu frá Ketilsstöðum. 
Íþróttaknapi Sleipnis: Elín Holst fyrir frábæran árangur sinn með Frama frá Ketilsstöðum.

Ræktunarbikar Sleipnis fá Palli og Edda fyrir Draupni frá Stuðlum. Draupnir hlaut fyrir byggingu 8.55 og hæfileika 8.77 Aðaleinkunn Draupnis er því 8.68

Ungmennabikar Sleipnis: Dagmar Öder Einarsdóttir fyrir árangur sinn með Glóey frá Halakoti, og bestu tíma Sleipnisknapa í 100 og 250 m skeið á Oddu frá Halakoti.

Skeið 250 m: Dagmar Öder Einarsdóttir á Oddu frá Halakoti með tímann 23.44 sek.

Skeið 150 m: Sigursteinn Sumarliðason með Bínu frá Vatnsholti með tímann 14.36 sek. 
Skeið 100 m: Dagmar Öder Einarsdótti á Oddu frá Halakoti með tímann á 7,97 sek.

Félagi ársins er Gísli Guðjónsson fyrir frábært félagsstarf á árinu sem og á liðnum árum