Knapi ársins; Bergur Jónsson, átti frábært keppnisár á hrossum úr eigin ræktun en þó aðallega á Kötlu frá Ketilsstöðum.
Íþróttaknapi Sleipnis; Elín Holst, fyrir frábæran árangur sinn með Frama frá Ketilsstöðum.
Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi er Draupnir frá Stuðlum eigandi Palli og Edda og Austurás
Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi er Frami frá Ketilstöðum eigandi Elin Holst.
Ræktunarbikar Sleipnis fær Einar Hermundsson fyrir Álfrúnu frá Egilsstaðakoti. Álfrún hlaut fyrir byggingu 8.39 og hæfileika 8.99 Aðaleinkunn Álfrúnar er því 8.75
Æskulýðsbikar Sleipni hlaut; Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir árangur sinn með Blikku og annan góðan árangur á árinu.
Skeið 250 m Ásgeir Símonarson á Bínu frá Vatnsholti með tímann 24.02 sek
Skeið 150 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 14.57 sek.
Skeið 100 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 7.68 sek.
Félagi ársins er Einar Hermundsson fyrir frábært og virkt félagsstarf á árinu sem og á liðnum árum. Sér í lagi þó fyrir mikið starf að reiðvegamálum og vígslu nýrra reiðleiða og svo mætti áfram telja.