Knapi ársins; Elin Holst, átti frábært keppnisár á Frama frá Ketilstöðum Vann B-Flokk Landsmóts 2018, var efst í B-flokk á Gæðingamóti Sleipnis og önnur á Íslandsmóti í fjórgang.
Íþróttaknapi Sleipnis; Védís Huld Sigurðardóttir, fyrir frábæran árangur sinn á árinu. fimmfaldur norðurlandameistari og Íslandsmeistari ásamt góðum árangri í öðrum mótum.
Ræktunarbikar Sleipnis fá, Páll og Edda Stuðlum og Haukur og Ragga Austurási fyrir Draupnir frá Stuðlum.
Draupnir hlaut fyrir byggingu 8.70 og hæfileika 8.77 Aðaleinkunn Draupnis er því 8.74
Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi Sleipnis er Krókus frá Dalbæ eigendur Ari B Thorarensen og Ingunn Gunnarsdóttir.
Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi Sleipnis er Frami frá Ketilstöðum eigandi Elin Holst.
Æskulýðsbikar Sleipnis. Védís Huld Sigurðardóttir fyrir frábæran árangur sinn á árinu. fimmfaldur norðurlandameistari, Íslandsmeistari unglinga í T2 2sæti í unglingaflokki á LM.
Skeið 250 m Bergur Jónsson á Sædísi frá Ketilstöðum með tímann 22.40 sek.
Skeið 150 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 14.29 sek.
Skeið 100 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 7.87 sek.
Félagi ársins 2018 Ingvar Jónsson fyrir ómetanlegt starf í félaginu, þó sér í lagi við umsjón Sleipnishallarinnar.