Knapi ársins; Olil Amble, átti frábært keppnisár á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Íslandsmeistari í fimmgang með 7,68 Efst á Reykjavíkurmeistaramóti í fimmgang með 7,88 og valinn í landslið Íslands á HM Í Berlín þar sem hún var efst í fimmgang eftir forkeppni og keppti til úrslita.
Íþróttaknapi Sleipnis; Olil Amble, átti frábært keppnisár á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Íslandsmeistari í fimmgang með 7,68 Efst á Reykjavíkurmeistaramóti í fimmgang með 7,88 og valinn í landslið Íslands á HM Í Berlín þar sem hún var efst í fimmgang eftir forkeppni og keppti til úrslita.
Gæðingaknapi Sleipnis. Helgi Þór Guðjónsson fyrir frábæran árangur sinn á árinu. Vann B-flokk Sleipnis og var með 3 hesta í úrslitum í B-flokk.
Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi Sleipnis er Máfur frá Kjarri eigandi Helgi Eggertsson frá Kjarri með einkunnina 8,92.
Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi Sleipnis er Hnoss frá Kolsholti eigandi Helgi Þór Guðjónsson með einkunnina 8,71.
Ræktunarbikar Sleipnis fá Páll og Edda Stuðlum og Haukur og Ragga Austurási fyrir Draupnir frá Stuðlum.
Draupnir hlaut fyrir byggingu 8.74 og hæfileika 8.97 Aðaleinkunn Draupnis er því 8.88.
Æskulýðsbikar Sleipnis. Védís Huld Sigurðardóttir þrefaldur Íslandsmeistari og góður árangur í öðrum mótum.
Skeið 250 m Sigursteinn Sumarliðason á Krókus frá Dalbæ með tímann 22.03 sek.
Skeið 150 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 14.45 sek.
Skeið 100 m Sigursteinn Sumarliðason á Krókus frá Dalbæ með tímann 7.53 sek.
Félagar ársins Ingibjörg Stefánsdóttir og Sigurvaldi R.Hafsteinsson fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins.