Æskulýðsmál
Framkvæmdastjórn Hestafjörs 2010 hefur ákveðið að fella niður fyrirhugaðan viðburð þetta árið vegna viðvarandi veikinda hrossa. Flest félögin eru í vandræðum og nú er ljóst að ekki er grundvöllur fyrir mótshaldi þann 15.maí nk.
Til barna og unglinga sem æft hafa atriði sín fyrir Hestafjör þá búum við öll að þeirri vinnu og að ári flautum við til leiks aftur !
Nú er nægur tími til að senda tillögur til Hestafjörs sem verður í mars/apríl 2011
f.h. Hestafjörs 2010 / Æskulýðsnefndar Sleipnis
Stefanía Sigurðardóttir
Næstkomandi laugardag, 17.apríl, kl. 13.30 verður fundur í félagsheimili Sleipnis .
Börn, unglingar og foreldrar eru hvött til að mæta. Farið verður yfir búningamál með
þeim börnum og unglingum sém áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni
Hestafjör 2010 sem haldið verður þann 15. Maí nk.
Æskulýðsnefndir Sleipnis og Geysis fara með umsjón þessarar hátíðar til handa
æskunni á suðurlandi.
Heitt verður á könnunni og kók og prins í boði nefndarinnar.
Allar nánari upplýsingar hjá Stefaníu Sig. s: 846-0895 e-mail: stefsstells@simnet.is
Æskulýðsnefnd