Æskulýðsmál
Æskulýðsnefnd hefur samið um heimsóknarskipti við danskan hóp af hestakrökkum. Þau munu koma til okkar í sumar og fara með okkur á Landsmót en sumarið 2015 mun hópurinn sem tekur þátt í verkefninu fara til danmerkur á heimsmeistaramótið í Herning Danmörku. Við munum deila hópnum niður á þau heimili sem taka þátt sem munu því hýsa danskan gest, taka þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt fjáröflun vegna ferðar til Herning.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera fæddur 1997-2002, að hafa tekið þátt í námskeiðum hjá æskulýðsnefnd Sleipnis og auðvitað að fjölskyldan ætli sér á Landsmótið í sumar J
kveðja Æskulýðsnefnd
Æskulýðsnefnd Sleipnis verður með skráningar og startfund vegna Hestafjörs 2014 í Hliðskjálf fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18. Hópar verða myndaðir og þema og búningastarfi ýtt úr vör í hverjum hóp. Æfingar hefjast 6. mars í Sleipnishöllinni, nánar um það síðar, þjálfari Sleipnishópa er Hugrún Jóhannsdóttir.
Þeir sem komast ekki á fundinn geta skráð sig með pósti á netfangið rabbi@tjarnir.is með upplýsingum um nafn síma og kennitölu fyrir 5. mars.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æskulýðsnefndin
- Fræðslu og Pizzakvöld Æskulýðsnefndar
- Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis
- Skráning á reiðnámskeið Æskulýðsnefndar
- Námskeið Æskulýðsnefndar Seipnis 2014
- Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2013
- Óvissuferð Æskulýðsnefndar 2013
- Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr Ljúfs, Háfeta og Sleipnis 9. maí
- Stuðningur við Æskulýðsstarfið
- Tímar úr Æskulýðsnefndarmótinu í dag
- Fjölskyldudagur Sleipnis 2013