Æskulýðsmál
Æskulýðsmót Sleipnis verður haldið á sunnudaginn 30.mars og hefst kl. 13 í Sleipnishöllinni, keppt verður í þrautabraut og hægt að skrá sig í þrjá flokka, pollaflokk, milliflokk og efstaflokk. Brautin sem þarf að ríða verður gerð erfiðari eftir því sem eldist í flokkunum og verður tekinn tími á hverjum keppanda í efsta flokki. Allir eru hvattir til að mæta og hvetja krakkana. Eftir mótið grillum við pylsur á staðnum og eflum félagsandann.
Skráning er í reiðhöllinni á milli kl. 12:00-12:45
Kveðja, Æskulýðsnefnd
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014 er upplýsingasíða mótsins.
- Danska verkefni Æskulýðsnefndar
- Skráning á hestafjör
- Fræðslu og Pizzakvöld Æskulýðsnefndar
- Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis
- Skráning á reiðnámskeið Æskulýðsnefndar
- Námskeið Æskulýðsnefndar Seipnis 2014
- Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2013
- Óvissuferð Æskulýðsnefndar 2013
- Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr Ljúfs, Háfeta og Sleipnis 9. maí
- Stuðningur við Æskulýðsstarfið